„Eins heppilegt og þetta gat verið“

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir hraunið sem kemur frá eldgosinu vera að renna í frekar heppilega átt.

„En við fylgjumst með því hvernig hraunstraumurinn í átt að Grindavíkurvegi mun fara, ef þetta verður svo stórt. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af í augnablikinu,” segir Tómas Már, sem sat á fundi með neyðarstjórn HS Orku, þegar blaðamaður ræddi við hann. 

„Eins og staðan er virðist þetta vera eins heppilegt og það gat verið á þessum stað,” segir hann en bætir við að hraunið gæti nálgast heitavatns- og kaldavatnslagnir til Reykjanesbæjar ef það heldur áfram að renna. „En við erum langt frá því enn þá.”

Mælar hafa ekki sýnt breytingar á þrýstingi í borholum og vatnsgæði eru sömuleiðis í lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka