Eldgosið við Sundhnúkagíga hefur ekki áhrif á flug.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.
Segir í tilkynningunni að gosið hafi hvorki áhrif á starfsemi Icelandair né Keflavíkurflugvallar að svo stöddu. Flugáætlun Icelandair standi því óbreytt.
„Við fylgjum náið með stöðu mála og munum upplýsa farþega okkar ef einhverjar breytingar verða.“