Eldgosið hefur ekki áhrif á flug

Flugáætlun Icelandair stendur óbreytt samkvæmt tilkynningu. Þar segir að eldgosið …
Flugáætlun Icelandair stendur óbreytt samkvæmt tilkynningu. Þar segir að eldgosið við Sundhnúkagíga hafi hvorki áhrif á starfsemi Icelandair né Keflavíkurflugvallar að svo stöddu. Samsett mynd/mbl.is/Jónas/Kristinn

Eldgosið við Sundhnúkagíga hefur ekki áhrif á flug.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Segir í tilkynningunni að gosið hafi hvorki áhrif á starfsemi Icelandair né Keflavíkurflugvallar að svo stöddu. Flugáætlun Icelandair standi því óbreytt.

„Við fylgjum náið með stöðu mála og munum upplýsa farþega okkar ef einhverjar breytingar verða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka