Fólk ekur Reykjanesbrautina frá Suðurnesjum

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir í samtali við …
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir í samtali við mbl.is að Reykjanesbrautin sé opin frá Suðurnesjum til Reykjavíkur en ekki er hægt að keyra brautina til Reykjanesbæjar. Ljósmynd/Aðsend

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir í samtali við mbl.is að Reykjanesbrautin sé opin frá Suðurnesjum til Reykjavíkur en ekki er hægt að keyra brautina til Suðurnesja.

Spurður að því hvort að það sé mikil umferð á brautinni af fólki sem er að keyra í átt að höfuðborgarsvæðinu segir hann svo vera.

„Við erum að gæta öryggis og að skipuleggja aðgerðir. Þetta snýst aðallega um að loka aðgengi að gosstöðvum, það er svona okkar fyrsta skref, átta okkur á umfangi. Það er stórt umfang.“

Hann kveðst ekki vita til þess að nokkur maður sé í Grindavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert