Frá hæsta punkti í suðaustri

Flest myndskeið og myndir sem birt hafa verið af eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina hafa verið tekin upp úr norðri eða vestri.

Ljósmyndari og blaðamaður mbl.is voru á ferðinni við Suðurstrandarveg og klifu upp Fiskidalsfjall, norðan við brekkuna upp Festarfjall, og tóku eftirfarandi myndskeið sem sýnir gosstöðvarnar horft úr suðaustri.

Eins og heyra má á upptökunni er hvasst á svæðinu og napurt, en þokkalegasta útsýni. 

Að baki gosstrókanna má sjá Sýlingafell.

Kort/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka