Gosið séð frá Hagafelli

Umfang gossins við Sundhnúkagíga er orðið talsvert minna en það var í upphafi í gærkvöldi og nótt. Blaðamaður mbl.is er staddur við Hagafell, rétt austan við Grindavíkurveg, en þar má sjá í nokkra toppa á gosstrókum sem koma upp úr sprungunni.

Bjart er yfir svæðinu eftir að birta tók í morgun og éljum slotaði. 

Kort af svæðinu. Hagafell er austan við Grindavíkurveg.
Kort af svæðinu. Hagafell er austan við Grindavíkurveg. Kort/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert