Guðmundur hættir í fjármálaráðuneytinu

Guðmundur hóf störf sem ráðuneytisstjóri í mars árið 2003 en …
Guðmundur hóf störf sem ráðuneytisstjóri í mars árið 2003 en hafði þá einnig starfað sem settur ráðuneytisstjóri frá september árið áður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, hættir störfum hjá ráðuneytinu eftir að hafa starfað sem ráðuneytisstjóri í rúm 20 ár, fyrst í menntamálaráðuneyti.

Þetta staðfestir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- og efnahafsráðuneytisins, í samtali við mbl.is.

Guðmundur hóf störf sem ráðuneytisstjóri árið 2002, en flutti sig um set í fjármálaráðuneytið árið 2009. Þar starfaði hann undir 6 fjármálaráðherrum alls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert