Hefur þurft að reka „fullt af fólki“ frá gosinu

Jóhannes Andrew starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar.
Jóhannes Andrew starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. mbl.is/Arnþór

Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar segist hafa þurft að reka „fullt af fólki“ burt frá gosstöðvunum í dag, aðallega erlenda ferðamenn.

Eldgos hófst við Sundhnúkagígaröðina, norðan við Grindavík, á ellefta tímanum í gærkvöldi Jóhannes Andrew starfar hjá Öryggismiðstöðinni og hefur staðið vaktina á lokunarpóstinum við Grindavíkurveg frá kl. 8 í morgun.

„Fullt af fólki ætlar að það megi ganga að gosstöðvunum og svo eru sumir sem fara bara að skoða,“ segir Jóhannes í samtali við mbl.is. Hann bendir á að það virðist hafa dregið úr krafti gossins frá því í morgun.

Eiginlega allt ferðamenn

Aðspurður segir hann að meginþorri þeirra sem hann hefur þurft að reka burt af vettvangi vera erlenda ferðamenn.

„Við höfum ekki fengið íslendinga sem hafa reynt að fara inn, bara íslendinga sem komu með dróna og reyndu að taka upp,“ segir hann.

„Annars er þetta eiginlega allt bara túristar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert