Hraunbreiðan umfangsmikil og stórfengleg

Eldgosið séð úr þyrlu.
Eldgosið séð úr þyrlu. mbl.is/Sonja

Ljóst er að gríðarlega mikið magn af hrauni kom upp úr jörðinni í gærkvöldi og í nótt. Blaðamanni mbl.is mætti hraunbreiða engri lík við Hagafell og Stóra-Skógfell um hádegisbilið í dag.

Dregið hefur nokkuð úr krafti eldgossins sem hófst með látum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Virknin er hvað mest á tveimur stöðum á sprungunni og þó krafturinn sé minni mátti sjá kvikustrókana teygja sig tugi metra upp í loftið. 

Mesta virknin er á tveimur stöðum á sprungunni.
Mesta virknin er á tveimur stöðum á sprungunni. mbl.is/Sonja

Skarpar andstæður

Þyrla Norðurflugs fór létt með flugið þó mikið hvassviðri sé á Reykjanesskaganum og varla var stætt úti er lent var á Sýlingarfelli. 

Umfang hraunbreiðunnar er mikið og kolsvart hraunið mætir snævi þakinni jörðinni. Land elds og ísa stendur sannarlega undir nafni þegar þessar miklu andstæður mætast. 

Skarpar andstæður á Reykjanesskaga.
Skarpar andstæður á Reykjanesskaga. mbl.is/Sonja
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert