Hraunflæði ógnar ekki innviðum

Eldgosið hófst í gærkvöldi nærri Sundhnúkagígaröðinni.
Eldgosið hófst í gærkvöldi nærri Sundhnúkagígaröðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Eldgosið á Reykjanesskaga hefur dvínað verulega og hraunflæðið ógnar ekki lengur innviðum. Frá þessu greinir Víðir Reynisson, sviðsstjóri al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í gærkvöldi eftir kröftuga byrjun á fjórða eldgosinu á Reykjanesskaganum á þremur árum.

„Hraunflæðið er ekki að ógna neinu í augnablikinu. Gasið er minna og gosið orðið talsvert minna en það var, þó það sé alls ekki hægt að segja að sé lítið,“ segir Víðir.

Gosið er orðið talsvert minna en það var, þó það …
Gosið er orðið talsvert minna en það var, þó það sé alls ekki hægt að segja að sé lítið, að sögn Víðis Reynissonar. Samsett mynd

Ógnar ekki innviðum

Lítur ekki út fyrir að hraunið ógni innviðum?

„Ekki í augnablikinu. Ef svo verður, þá verður alla vega töluverður tími í það. Hraunið er enn þá að renna á svæði sem veldur engum skaða,“ segir Víðir.

Langt frá Grindavíkurvegi

Veður hefur gert mælingarmönnum erfitt fyrir í dag, en nýtt hættumat Veðurstofu Íslands gefur til kynna að hætta hafi aukist á öllum svæðum frá eldra hættumatskorti.

Víðir segir að hraun sé langt frá því að komast að Grindavíkurvegi og þá sé „enn þá lengra að Njarðvíkuræðinni og Svartsengisháspennulínunni“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka