Hraunflæðilíkan: Hraun mun flæða að Grindavíkurvegi

Innviðir á borð við Grindavíkurveg og raflagnir eru í mestri hættu á því að verða undir hrauni, auk Njarðvíkuræðar – heitavatnslagnar sem veitir heitu vatni til Suðurnesja.

Þetta sýnir nýtt hraunflæðilíkan sem unnið er af Verkís, en sjá má hvernig spánni vindur fram í myndskeiðinu hér að ofan.

Miðað við forsendur líkansins ættu allir þessir innviðir að vera öruggir innan þess tíma sem hraunflæðilíkanið nær yfir, eða fram að kvöldi jóladags þann 25. desember.

Eins og sjá má á líkaninu þá verður hraunflæðið komið að Grindavíkurvegi um kvöldið 25. desember.

Frá eldgosinu við Sundhnúkagíga að kvöldi 19. desember.
Frá eldgosinu við Sundhnúkagíga að kvöldi 19. desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðar við að hraunflæði hafi náð jafnvægi í 30 rúmmetrum á sekúndu

Forsendur líkansins eru þær að hraunrennslið hafi í byrjun goss í gærkvöldi verið 300 rúmmetrar á sekúndu í nokkrar klukkustundir en svo dragi úr flæði niður í 30 rúmmetra á sekúndu sólarhring síðar.

Í 30 rúmmetrum á sekúndu nái það svo jafnvægi og miðar líkanið við að þannig haldi það áfram fram að kvöldi jóladags.

Eins og sjá má undir lok líkansins þá verður hraun …
Eins og sjá má undir lok líkansins þá verður hraun komið mjög nálægt Grindavíkurvegi. Skjáskot/Hraunflæðilíkan Verkís

Nákvæmari líkön með meiri gögnum

Hörn Hrafnsdóttir, vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Verkís, segir að með öflun frekari gagna verði hægt að gera nákvæmari líkön.

Er líkanið byggt á gögnum á þeim gögnum sem lágu fyrir um miðjan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka