Indverska geimvísindastofnunin verðlaunuð á Húsavík

Sendiherra Indlands Balasubramanian Shyam og Örlygur Hnefill Jónsson.
Sendiherra Indlands Balasubramanian Shyam og Örlygur Hnefill Jónsson.

Indverska geimvísindastofnunin ISRO hlaut í dag landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar. Verðlaunin voru veitt í níunda sinn af Könnunarsafninu á Húsavík síðdegis.

ISRO hlaut verðlaunin Chandrayaan-3 leiðangur sinn að suðurpól tunglsins. Sendiherra Indlands á Íslandi, Balasubramanian Shyam, tók við verðlaununum frá safninu fyrir hönd ISRO, en Sreedhara Somanath, forstjóri geimvísindastofnunarinnar, flutti að því loknu ávarp frá Bangalore á Indlandi. 

Safnið verðlaunaði einnig geimfarann Kellie Gerardi sem flaug í síðasta mánuði í geimfari Virgin Galactic, tunglfarann Bill Anders og rithöfundinn og vísindakonuna Libby Jackson. 

Upptöku af verðlaunaafhendingunni má horfa á hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka