Lögreglan á Akureyri leitar nú að karlmanni um sjötugt sem þjáist af heilabilun. Er hann talinn hafa farið fótgangandi frá Suðurbrekku á Akureyri síðdegis í dag.
Er hann búsettur í Giljahverfi.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn sé líklega klæddur í gráar joggingbuxur, dökka úlpu og með græna prjónahúfu. Hann er um 190 cm á hæð.
Þeir sem hafa orðið mannsins varir eru vinsamlegast beðnir um að hringja í lögreglu í síma 112.
Uppfært kl. 18.47:
Maðurinn fannst heill á húfi. Lögregla þakkar í tilkynningu fyrir ábendingar sem henni bárust.