Margt skýrir tafir á uppbyggingu

Horft af þaki einnar af fimm „stöngum
Horft af þaki einnar af fimm „stöngum" meðferðarkjarnans. mbl.is/Arnþór

Nýr meðferðarkjarni við Landspítalann verður tekinn í notkun nokkru síðar en áður var áætlað.

Það má meðal annars lesa úr áætlun sem fjallað var um í kynningarritinu Hringbrautarverkefnið sem kom út 8. apríl 2021. Þar sagði orðrétt:

„Á næstu árum verður unnið af fullum krafti að byggingu á nýjum meðferðarkjarna, nýju þjóðarsjúkrahúsi, sem tekið verður í notkun árið 2025-2026. Uppsteypa er hafin. Sjúkrahúsið verður táknmynd fyrir nýja tíma. Það stendur undir þeirri ábyrgð að vera sjúkrahús allra landsmanna.“

Tilefni þess að þetta er rifjað upp er að uppsteypu á meðferðarkjarnanum er að ljúka en það er ein stærsta bygging landsins, alls 70 þúsund fermetrar. Fjallað var um uppbygginguna hér í blaðinu sl. föstudag.

mbl.is/Arnþór

Tekur alltaf 12-18 mánuði

Gunnar Svavarsson er framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf.

Hann segir aðspurður að misskilja hafi mátt beinu tilvitnunina hér að ofan. Húsinu verði skilað útsópuðu á fyrsta ársfjórðungi 2027 í stað fjórða ársfjórðungs 2026 eins og áður var áætlað. Síðan þurfi að undirbúa tæki og upplýsingatæknikerfi og flutninga á milli bygginga.

„Það tekur alltaf 12-18 mánuði. Það mátti misskilja þetta þannig að tækin og flutningarnir væru yfirstaðnir því þarna var verið að stefna að skilum til Landspítala [og svo þarf] að fara að flytja og uppfæra húsið tæknilega. Allar áætlanir eru með fyrirvara um heimildir og þátttöku markaðarins í útboðum svo og tilboðsverð.“

mbl.is/Arnþór

En hvað skyldi skýra það umfram annað að húsið verður vígt nokkru síðar en upphaflega stóð til? Gunnar segir að miðað við þáverandi heimildir hafi alltaf staðið til að bjóða út uppsteypuna sumarið 2020 og að byggingarframkvæmdum yrði lokið 2026 og jafnvel fyrr ef vel gengi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka