Mest virkni um sprunguna miðja

Það hefur dregið úr virkni eldgossins sem hófst við Sund­hnúkagígaröðina …
Það hefur dregið úr virkni eldgossins sem hófst við Sund­hnúkagígaröðina á ellefta tímanum í gærkvöld. Ljósmynd/Almannavarnir

Mesta virkni gossins virðist nú vera við miðbik sprungunnar. Veðurstofan sagði í samtali við mbl.is að eldtungur nyrst í gosganginum við Stóra Skógfell væru að breiðast til vesturs í átt að Grindavíkurvegi. Hraun rennur þó að mestu til austurs, í átt að Fagradalsfjalli.

Gosvirknin er greinilega mest um gossprunguna miðja.
Gosvirknin er greinilega mest um gossprunguna miðja. Kort/mbl.is

Aðrir punktar í gosganginum sýna minni virkni og er greinilegt að dregið hefur að mestu úr virkni í suðurenda hans.

Gosstrókar hafa minnkað til muna og sjónræn mæling frá því í nótt áætlar að þeir séu komnir niður í 30 metra. Heildarlengd gossprungu er enn óbreytt, eða um fjórir kílómetrar. Svo er þrátt fyrir minni virkni í suðurenda gossins og lítillar virkni við Hagafell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert