Myndskeið úr flugi Gæslunnar

Meðfylgjandi myndskeið var tekið úr þyrluflugi Landhelgisgæslunnar á fimmta tímanum í nótt þar sem flogið var yfir gosstöðvarnar við Sundhnúkagígaröðina. 

Eins og myndskeiðið sýnir eru gígarnir ekki alveg samtengdir eins og virtist í upphafi, heldur virðast þeir vera að byggjast upp í þrjá megingíga eða minni gígaraðir.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur nefndi þetta einmitt í samtali við mbl.is fyrr í nótt.

Hraunið nær strax yfir nokkuð víðáttumikið svæði, en það mun koma betur í ljós í birtingu hvernig það liggur.

Í miðju myndskeiðinu má sjá hrauntauminn sem liggur í norðvestur átt frá gossprungunni, en það er norður fyrir Sýlingafellið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka