Ólögmæt aðgerð hjá MAST

Matvælastofnun.
Matvælastofnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sú ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að vörslusvipta bónda í Rangárþingi ytra búfénaði í byrjun árs og farga honum var talin ólögmæt samkvæmt úrskurði matvælaráðuneytisins sem kveðinn var upp síðasta föstudag.

Upphaf málsins tengdist því að bóndinn, Guðmunda Tyrfingsdóttir, slasaðist og gat ekki sinnt skepnunum um tíma. Hefur hún áratuga reynslu af búskap og verið verðlaunuð fyrir ræktun og umhirðu.

Þegar sú staða kom upp að Guðmunda þurfti að dvelja á sjúkrastofnun taldi MAST að ekki yrði hægt að fá aðra til að sjá um búfénaðinn sem samanstóð af fjörutíu ám, tíu nautgripum/kálfum, sex hrossum og nokkrum hænsnfuglum. MAST tók ákvörðun um að vörslusvipta Guðmundu dýrunum og fella þau í beinu framhaldi. Guðmundu þótti að sér vegið af hálfu MAST og fór fram á, með kæru til matvælaráðuneytisins, að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Hún byggði mál sitt á því að um ólögmæta stjórnvaldsaðgerð hefði verið að ræða.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert