Hermann Nökkvi Gunnarsson
Aðildarfélög Alþýðusambands Íslands náðu ekki saman um sameiginlega kröfugerð fyrir komandi kjaraviðræður. Þetta staðfestir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is.
Hann segir að félög hafi greint á um „aðferðarfræði“ í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins.
„Það þarf að endurspegla þarfir hópanna og það náðist ekki sameiginleg niðurstaða í því,“ segir Finnbjörn.
Hann útilokar ekki að þegar líður á samningaviðræðurnar að félögin komi aftur saman með sameiginlega kröfugerð en hann segir að nú sé komin „pása“ í viðræður um sameiginlega kröfugerð.
„Það er ekkert sem segir að það endi ekki þannig að við verðum saman,“ segir hann þó.
Fréttin verður uppfærð.