Hvorki rafmagnslínur Landsnets né möstur eru í hættu. Landsnet vinnur nú að undirbúningi varna fyrir þrjú möstur.
Þetta kemur fram í tilkynningu Landsnets á facebook.
Segir þar að möstrin sem um ræðir standi næst varnargarðinum við Svartsengi.
„Við fylgjumst auðvitað vel með framvindunni á svæðinu og erum í góðu samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, HS Veitur og HS Orka,“ segir í tilkynningunni.