Svartsengislína 1 og Suðurnesjalína 1, helstu rafmagnslínur Landsnets á Reykjanesskaga, eru ekki taldar í hættu vegna eldgossins sem stendur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti, sem kveðst eins og aðrir vera „að vinna í að ná utan um atburð kvöldsins“.
Áfram verði fylgst vel með stöðunni á Reykjanesskaga í góðri samvinnu við almannavarnir, Veðurstofuna og orkufyrirtækin á svæðinu; HS Veitur og HS Orku.