Sjáðu sprunguna myndast á einni mínútu

Gossprungan var fjórir kílómetrar að lengd fyrr í kvöld.
Gossprungan var fjórir kílómetrar að lengd fyrr í kvöld. Ljósmynd/Lögreglan

Jarðskorpan gaf undan þrýstingi kviku á ellefta tímanum í kvöld þegar eldgos hófst með miklum látum við Sundhnúkagígaröðina á Reykjanesskaga.

Jake Heitman birti í kvöld einnar mínútu langt myndskeið á miðlinum X sem sýnir frá fyrstu tveimur klukkutímum eldgossins, þar sem hægt er að fylgjast með sprungunni stækka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka