Sólveig Anna boðar nýtt bandalag fyrir kjaraviðræður

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gerir ráð fyrir því að …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gerir ráð fyrir því að næstu dögum verið myndað bandalag stéttarfélaga sem vilja semja í anda lífskjarasamningsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki náðist samstaða meðal aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gerir ráð fyrir því að á næstu dögum verið myndað bandalag stéttarfélaga sem vilja semja í anda lífskjarasamningsins.

„Það hefði verið betra ef við hefðum öll farið saman, það gekk ekki upp og ég tel að á næstu dögum verði myndað bandalag þeirra sem ætla sér að fara saman til þess að fara þá leið sem lagt var upp með,“ segir Sólveig í samtali við mbl.is.

Hún gefur ekkert upp um hvaða félög muni tilheyra þessu bandalagi en segir þó:

„Við viljum að byggt verði á módeli lífskjarasamningsins, það er það sem við höfum lagt áherslu á. Það er einnig það sem starfsgreinasambandsfélögin vilja gera, ásamt öðrum,“ segir Sólveig.

Hún segir að krafan verði krónutöluhækkanir.

„Við teljum að verði sú leið farin í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins þá eigum við mikla möguleika á því að ná árangri í samtölum við ríkið,“ segir hún og bætir við að hún telji að vaxtalækkanir hjá Seðlabankanum geti raungerst með slíkum samningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka