„Það eru allir frekar rólegir“

Davíð Viðar Björnsson, starfsmaður verktakafyrirtækisins Ellert Skúlason ehf., var á …
Davíð Viðar Björnsson, starfsmaður verktakafyrirtækisins Ellert Skúlason ehf., var á vaktinni við gerð varnargarðanna við Svartsengi í dag. mbl.is/Arnþór

Vinna við gerð varnargarðanna við Svartsengi var í fullum gangi þegar blaðamaður leit við á svæðinu eftir hádegi í dag, þrátt fyrir að gos hefði hafist kvöldið áður.

„Gosið hefur engin áhrif á okkar vinnu því það er fátt sem bendir til þess að hraunið renni hingað eins og er,“ segir Davíð Viðar Björnsson, starfsmaður verktakafyrirtækisins Ellert Skúlason ehf. í Njarðvík, við mbl.is.

„Við höldum því áfram ótrauðir vinnunni við að byggja upp garðinn. Það má segja að gosið hafi komið upp á góðum stað og það er þægilegra að vita til þess við þessa vinnu.“

Vinna við gerð varnargarðanna við Svartsengi í dag.
Vinna við gerð varnargarðanna við Svartsengi í dag. mbl.is/Arnþór
Menn létu ekki eldgosið hafa áhrif á störf sín við …
Menn létu ekki eldgosið hafa áhrif á störf sín við gerð varnargarðanna við Svartsengi í dag. mbl.is/Arnþór

Vinnu hætt að næturlagi

Hann segir að vinnu við varnargarðana að næturlagi verði hætt í kjölfar gossins en hún hófst fyrir rúmum mánuði síðan.

„Vinnan hefur gengið afar vel en það eru einhverjir dagar í að verkinu verði lokið,“ segir Davíð Viðar.

Hann segir engan ótta vera til staðar hjá mönnum – að vera að vinna við þessar aðstæður nú þegar eldgos er hafið.

„Það eru allir frekar rólegir. Það er vel fylgst með okkur og það er hugsað vel um okkur í alla staði. Við höldum bara okkar striki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka