Þurfa myndir fyrir þrívíddarlíkön

Mesta virknin í eldgosinu á Reykjanesskaga er í norðurenda gossprungunnar og í miðju hennar.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að dregið hefur úr virkninni.

Líklegt er að vísindamenn fljúgi aftur yfir gossprunguna síðar í dag en það fer þó allt eftir veðri. Ekkert hefur verið flogið síðan um fimmleytið í morgun.

Taka þarf myndir til að setja í þrívíddarlíkön til þess m.a. að meta hversu mikið hraun hefur komið upp og stærð sprungunnar.

Fundi vísindaráðs almannavarna lauk fyrir skömmu og er von á tilkynningu með nýjustu gögnum þaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka