„Við fjölskyldan misstum tvö hross en við fengum vitneskju um þau á föstudaginn var og heyrðum af því að það hefðu verið miklar eldingar á þessu svæði þar sem þau eru, bæði sem sagt þá um morguninn og eitthvað undir hádegi,“ segir Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson dýralæknir í samtali við Morgunblaðið.
Að sögn sjónarvotta á svæðinu gerði mikinn ljósagang undir Eyjafjöllum á þessum tíma og fylgdu honum miklar skruggur.
„Við erum svona að gera því skóna að þetta gætu hafa verið þessar eldingar. Það er kannski ýmislegt sem bendir til þess og alla vega talsvert sem gengið hefur á, rafmagnsleysi á húsum og þess háttar,“ segir hann.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.