Varðskipið Þór bíður fyrir utan Grindavík

Varðskipið Þór fyrir utan Grindavík í síðasta mánuði.
Varðskipið Þór fyrir utan Grindavík í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Varðskipið Þór er til taks fyrir utan Grindavík ef almannavarnir óska eftir aðstoð í tengslum við eldgosið á Reykjanesskaga.

Að sögn varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni var skipið komið þangað um miðnætti.

Þyrlur Gæslunnar eru einnig í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert