Vilja að fólk stoppi ekki á leiðinni

Heimilt er nú að aka í báðar áttir.
Heimilt er nú að aka í báðar áttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjanesbraut er nú opin í báðar áttir. Almannavarnir hvetja þá sem ekki þurfa nauðsynlega að aka brautina að sleppa því. Þeir sem þurfi að aka hana sleppi því að stoppa á miðri leið til að taka myndir, það geti skapað slysahættu.

„Við erum að óska eftir því að fólk sem þarf að vera á ferðinni fari beina leið og stoppi ekki á leiðinni,“ segir Víðir í samtali við mbl.is.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is hefur lögregla stoppað alla á leið frá Keflavíkurflugvelli og bannað þeim að stoppa út í kanti til að taka myndir.

Ekki hætta á brautinni

Mikil umferðarteppa skapaðist í kvöld í átt að Suðurnesjum. Spurður hvers vegna ekki sé lokað fyrir umferð að Suðurnesjum segir Víðir:

„Við teljum að það séu margir sem eru að sækja fólk sem er að koma úr flugi og svo þarf fólk að fara í vinnu. Það er engin hætta á Reykjanesbrautinni eins og staðan er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert