Biðja þolendur sr. Friðriks afsökunar

Styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í miðborg Reykjavíkur.
Styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Hákon

KFUM og KFUK hafa beðið þá sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna, afsökunar.

Í tilkynningu, sem m.a. er birt á heilsíðu í Morgunblaðinu í morgun, kemur fram að vitnisburðir hafi komi fram, „hafnir yfir skynsamlegan vafa”, um að sr. Friðrik hafi í skjóli virðingarstöðu sinnar farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega.

Samtökin óskuðu í lok október eftir því að fólk myndi hafa samband ef það hefði lent í slíku ofbeldi eða vissi af því.

Harma að hafa ekki verið vakandi

„Við hörmum að félagið hafi ekki verið vakandi fyrir þessari hegðun stofnandans á sínum tíma,” segir í tilkynningunni.

Þar þakkar stjórn samtakanna því fjölmarga fólki sem hefur látið sig málið varða og bætir við að þau geri afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert