Gefa út app til að vakta verðlag í búðum

Prís og er á vegum verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Mynd úr …
Prís og er á vegum verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Með nýju smáforriti er hægt að skanna strikamerki á vörum úti í búð og séð þannig hvað varan kostar í fjölda annarra verslana.

Forritið nefnist Prís og er á vegum verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Með smáforritinu geta notendur á augabragði skoðað mismunandi verðlagningu vara á milli verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Innlegg í baráttu við verðbólgu

ASÍ segir að forritið sé sitt innlegg í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú leggst á íslenskt samfélag. Standa vonir til þess að forritið auðveldi neytendum að veita virkt aðhald með samkeppni á smásölumarkaði.

Forritið var unnið af ASÍ en ríkisstjórn Íslands styrkir verkefnið með 15 milljóna króna framlagi, segir í tilkynningunni. Verðlagseftirlitið hyggst halda áfram þróun smáforritsins og gera verðsögu aðgengilega í því, ásamt fleiri viðbótum sem gagnast neytendum.

Prís er innlegg ASÍ í baráttunni gegn verðbólgu.
Prís er innlegg ASÍ í baráttunni gegn verðbólgu. Skjáskot/Aðsent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert