Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upplýsti á upplýsingafundi almannavarna í dag að ríkisstjórnin hafi samþykkt að leggja til að húsnæðisstuðningur við Grindavíkinga verði framlengdur út veturinn.
Sérstakar húsnæðisstuðningur var upphaflega með gildistíma til þriggja mánaða en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi á dögunum.
Katrín greindi einnig frá því leigufélagið Bríet hafi þegar fest kaup á 80 íbúðum sem leigðar verða til Grindvíkinga. 70 íbúðir verða teknar í notkun fyrir jólin og þá hefur leigufélagið Bjarg keypt sjö íbúðir sem verða klárar til útleigu strax eftir áramótin.