Örfáir gáfu sig fram

Stytta af séra Friðriki Friðrikssyni í Reykjavík.
Stytta af séra Friðriki Friðrikssyni í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Mjög góð samstaða var um það inn­an KFUM og KFUK að senda út til­kynn­ingu þar sem þeir sem urðu fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni eða of­beldi af hálfu sr. Friðriks Friðriks­son­ar, stofn­anda sam­tak­anna, eru beðnir af­sök­un­ar.

Þetta seg­ir Sigrún Júlí­us­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi sem tók á móti sög­um þolenda, ásamt Bjarna Karls­syni presti.

„Það er sam­hug­ur og samstaða um það að viður­kenna að þetta hafi átt sér stað og það beri líka að skoða þetta í ljósi sög­unn­ar. Þessi hug­tök eins og barnagirnd og kyn­ferðis­legt of­beldi voru ekki til á þess­um tíma og þar af leiðandi voru gild­in ekki nógu ljós. Í dag skipt­ir öllu máli að þetta verði nýtt sem tæki­færi til þess að sinna börn­um bet­ur og af meiri kost­gæfni, og auðvitað innra og ytra eft­ir­liti,” grein­ir Sigrún frá.  

Spurð hversu marg­ir þolend­ur höfðu sam­band seg­ir hún að fjöld­inn skipti ekki máli því eig­ind­legri aðferð hafi verið beitt. Fyrst og fremst hafi verið kallað eft­ir fólki með upp­lýs­ing­ar.

Hún seg­ir ör­fáa hafa gefið sig fram sem séu af ann­arri kyn­slóð. Feður þeirra hafi orðið fyr­ir of­beldi af hálfu sr. Friðriks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert