Örfáir gáfu sig fram

Stytta af séra Friðriki Friðrikssyni í Reykjavík.
Stytta af séra Friðriki Friðrikssyni í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Mjög góð samstaða var um það innan KFUM og KFUK að senda út tilkynningu þar sem þeir sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna, eru beðnir afsökunar.

Þetta segir Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi sem tók á móti sögum þolenda, ásamt Bjarna Karlssyni presti.

„Það er samhugur og samstaða um það að viðurkenna að þetta hafi átt sér stað og það beri líka að skoða þetta í ljósi sögunnar. Þessi hugtök eins og barnagirnd og kynferðislegt ofbeldi voru ekki til á þessum tíma og þar af leiðandi voru gildin ekki nógu ljós. Í dag skiptir öllu máli að þetta verði nýtt sem tækifæri til þess að sinna börnum betur og af meiri kostgæfni, og auðvitað innra og ytra eftirliti,” greinir Sigrún frá.  

Spurð hversu margir þolendur höfðu samband segir hún að fjöldinn skipti ekki máli því eigindlegri aðferð hafi verið beitt. Fyrst og fremst hafi verið kallað eftir fólki með upplýsingar.

Hún segir örfáa hafa gefið sig fram sem séu af annarri kynslóð. Feður þeirra hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu sr. Friðriks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert