Ríkið þarf að greiða borginni rúma þrjá milljarða

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkið þarf að greiða Reykjavíkurborg rúmlega þrjá milljarða króna vegna van­gold­inna fram­laga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn um þetta í dag.

Árið 2020 krafðist Reykjavíkurborg þess að ís­lenska ríkið greiddi sér fjárhæð sem nam tekjujöfnunar­fram­lög­um og jöfn­un­ar­fram­lög­um vegna rekst­urs grunn­skóla og fram­lög­um til ný­búa­fræðslu fyr­ir árin 2015-2018.

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum.

Ólögmætt að útiloka framlög

Borgin hélt því fram í kröfubréfi til stjórnvalda að hún hefði verið úti­lokuð á ólöglegan hátt frá því að fá ákveðin fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga sem snúa að rekstri grunn­skóla og framlaga til nýbúafræðslu. Þá varðar hluti kröf­unn­ar ís­lensku­kennslu er­lendra barna en borg­in fékk eng­in fram­lög vegna þess verk­efn­is.

„Ákvæði reglugerðar um að útiloka framlög til stefnanda [Reykjavíkurborgar] úr Jöfnunarsjóði [voru] ólögmæt,“ segir í dómi héraðsdóms en þar er ríkinu gert að greiða borginni 3.370.162.909 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert