Verður 2024 eitt stærsta árið?

Tæp­lega 8,5 millj­ón­ir farþega munu ferðast um Kefla­vík­ur­flug­völl á næsta ári sam­kvæmt farþega­spá flug­vall­ar­ins fyr­ir árið 2024. Spá­in ger­ir ráð fyr­ir að tæp­lega 2,4 millj­ón­ir er­lendra ferðamanna komi til lands­ins um flug­völl­inn. Gangi spá­in eft­ir verður árið 2024 það þriðja stærsta í sögu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og það stærsta í komu er­lendra ferðamanna til Íslands, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Á þessu ári má bú­ast við að um það bil 2,1 - 2,2 millj­ón­ir er­lendra ferðamanna komi til lands­ins sem er svipað og árið 2018, miðað við upp­lýs­ing­ar á vef Ferðamála­stofu

Gangi spá­in eft­ir verður þetta 9,6% aukn­ing frá þeim 7,74 millj­ón­um sem fara um flug­völl­inn í ár. Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að aðeins tvisvar hafi farþeg­arn­ir verið fleiri, 8,8 millj­ón­ir 2017 og 9,8 millj­ón­ir 2018. Yfir sum­ar­mánuðina munu 25 flug­fé­lög fljúga áætl­un­ar­flug til 82 áfangastaða og 20 flug­fé­lög til 69 áfangastaða yfir vetr­ar­mánuðina. 

Reikna með 15% aukn­ingu yfir vetr­ar­mánuðina

Ef horft er til þeirra mánaða sem skil­greind­ir eru sem vetr­ar­mánuðir á KEF, það er janú­ar, fe­brú­ar, mars, nóv­em­ber og des­em­ber, er gert ráð fyr­ir að farþegum fjölgi um 15,2% eða um 354 þúsund. Yfir sum­ar­mánuðina, apríl til októ­ber, er gert ráð fyr­ir að farþegum fjölgi um 391 þúsund sem er 7,2% aukn­ing á milli ára, seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá ger­ir spá­in ráð fyr­ir að hlut­fall tengif­arþega verði um 30% af heild­ar farþega­fjölda á næsta ári en til sam­an­b­urðar er það um 27% í ár. Það þýðir að hærra hlut­fall af heild­arfarþega­fjölda mun nýta KEF sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi. Hlut­fall tengif­arþega fór mest árið 2018 þegar það var um 40%. 

Er­lend­ir ferðamenn verði um 2,4 millj­ón­ir

Sam­hliða farþega­spánni var einnig unn­in spá um fjölda er­lendra ferðamanna sem hingað sækja á næsta ári. Þar er gert ráð fyr­ir að er­lend­ir ferðamenn verði tæp­lega 2,38 millj­ón­ir. Það eru um 60 þúsund fleiri en árið 2018 þegar þeir voru 2,32 millj­ón­ir, sem er mesti fjöldi er­lendra ferðamanna fram til þessa. Í ár koma um 2,21 millj­ón­ir ferðamanna til lands­ins og ger­ir spá­in því ráð fyr­ir 7,3% aukn­ingu á milli ára. Um 93 þúsund fleiri ferðamenn munu koma yfir vetr­ar­mánuðina á næsta ári sam­kvæmt spánni, sem 13,4% aukn­ing á milli ára. Yfir sum­ar­mánuðina er gert ráð fyr­ir 68 þúsund fleiri ferðamönn­um sem er 4,5% aukn­ing, að því er Isa­via grein­ir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert