Allir þrír drengirnir flognir út með föður sínum

Ljósmynd/Aðsend

Allir þrír drengir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem lögregla hefur leitað lengi, eru fundnir og eru nú í flugi ásamt föður sínum á leið til Noregs.

Þetta herma heimildir mbl.is.

Eins og mbl.is greindi fyrst frá í dag þá fundust tveir drengjanna í dag. Þá voru systir Eddu og lögmaður hennar tekin höndum.

Stöðvuðu bíl systur hennar

Fundur tveggja drengjanna og hand­tak­an at­vikuðust þannig að óein­kennisklædd­ir lög­reglu­menn stöðvuðu bíl syst­ur henn­ar skömmu eft­ir að hún og dreng­irn­ir yf­ir­gáfu kaffi­hús um tíuleytið í morg­un.

Með í för var jafn­framt barn syst­ur Eddu sem einnig var fært í um­sjá barna­vernd­ar tíma­bundið. Lögmaður Eddu var svo hand­tek­inn á lög­manns­stofu sinni skömmu síðar.

Var framseld og situr nú sakamál

Yf­ir­völd hafa leitað drengj­anna um nokk­urt skeið til að fram­kvæma aðfar­ar­gerð. Í henni felst að yf­ir­völd færi dreng­ina í for­sjá föður síns í Nor­egi.

Málið á ræt­ur að rekja til þess þegar norsk­ur dóm­stóll úr­sk­urðaði að þrír drengja þeirra, 12 ára tví­bur­ar og 10 ára, skyldu hafa lög­heim­ili hjá föður sín­um og að hann skyldi einn fara með for­sjá þeirra.

Edda nam þá drengina á brott frá heim­ili þeirra í Nor­egi fyr­ir einu og hálfu ári gegn vilja föður þeirra og fór til Íslands.

Edda var svo hand­tek­in um mánaðamót­in og framseld til Nor­egs þar sem hún sit­ur nú saka­mál fyr­ir að nema dreng­ina á brott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert