„Ég fæ klárlega einhvern dóm“

Edda Björk Arnardóttir kveður gæsluvarðhaldsdvöl í Noregi erfiða, þar þurfi …
Edda Björk Arnardóttir kveður gæsluvarðhaldsdvöl í Noregi erfiða, þar þurfi þó bara að hafa markmið og bera höfuðið hátt. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

„Þetta er svo sem ekk­ert nýtt sem er að koma fram hérna, maður hef­ur heyrt þetta allt áður,“ seg­ir Edda Björk Arn­ar­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. Eins og fjallað hef­ur verið um síðustu daga er Edda ákærð fyr­ir Héraðsdómi Telemark í Skien í Nor­egi fyr­ir að nema syni sína þrjá á brott með ólög­mæt­um hætti af heim­ili barns­föður­ins sem fer með for­sjá barn­anna.

„Þetta er ekk­ert auðvelt en ég átti al­veg von á að þetta yrði eitt­hvað,“ svar­ar Edda þegar blaðamaður spyr hana um þá upp­lif­un að sitja í gæslu­v­arðhaldi í kvennafang­els­inu í Skien sem er há­marks­ör­ygg­is­gæslufang­elsi. Dvöl henn­ar þar kem­ur þó ekki til af því að Edda telj­ist til hættu­legra stór­glæpa­manna í Nor­egi held­ur er fang­elsið skammt frá þeim héraðsdóm­stól sem málið heyr­ir und­ir.

Tek­ur dag fyr­ir dag

Tveir ein­kennisklædd­ir lög­regluþjón­ar, karl­maður og kona, standa skammt frá en þeir hafa fylgt Eddu hvert fót­mál í ranni héraðsdóms meðan á mál­flutn­ingi stend­ur. Lög­regluþjón­arn­ir fylgja henni að ytri dyr­um sal­ern­is­ins, að kaffi­vél­inni og ann­ar þeirra er inni í rétt­ar­saln­um all­an tím­ann sem þing­hald stend­ur, hinn frammi á gangi. Lög­regl­an veitti blaðamanni góðfús­legt leyfi til að fá Eddu „lánaða“ í stutt viðtal.

„Maður verður bara að taka dag fyr­ir dag,“ seg­ir Edda af dvöl­inni í norsku há­marks­ör­ygg­is­gæslufang­elsi, „ég er hérna út af strák­un­um og þannig held ég hausn­um uppi, ég hugsa bara um þá,“ seg­ir móðirin sem sit­ur á bekk utan við þingsal níu þar sem þing­haldi var ný­lokið er þetta spjall átti sér stað.

„Þunga­miðjan í mín­um mál­flutn­ingi er bara rétt­indi barn­anna, að það sé hlustað á börn­in og þeirra rétt­ur sé virt­ur. Þau hafa skoðun á sínu lífi, hvar þau eru í líf­inu og sam­ein­ingu fjöl­skyld­unn­ar eins og þau vilja hafa hana,“ seg­ir móðirin.

Bara að hafa mark­mið

Aðspurð kveðst hún ekki vita al­menni­lega hvort hún tali fyr­ir dauf­um eyr­um norsks rétt­ar­gæslu­kerf­is í bar­áttu sinni, Edda hef­ur áður hlotið sex mánaða dóm í Nor­egi fyr­ir að brjóta gegn ákvörðun rétt­ar­ins í for­ræðis­deilu þeirra barns­föður henn­ar.

„Ég fæ klár­lega ein­hvern dóm, það er bara spurn­ing hvað hann verður lang­ur,“ seg­ir Edda sem kveðst halda heim til Íslands með fyrsta flugi verði henni ekki haldið áfram í gæslu­v­arðhaldi fram á nýtt ár en úr­sk­urður um það verður kveðinn upp á morg­un, föstu­dag. Eins og greint var frá hér á vefn­um í gær er meg­in­regla norsks refsirétt­ar að sitji sak­born­ing­ur í gæslu­v­arðhaldi við upp­haf aðalmeðferðar sitji hann áfram í fjór­ar vik­ur að henni lok­inni, eða þar til dóm­ur fell­ur í máli ger­ist það fyrr.

„Þetta er mjög skrýtið,“ seg­ir Edda af því hvernig dag­arn­ir líða í gæslu­v­arðhald­inu. „Maður þarf bara að hafa mark­mið og muna af hverju maður er þarna. Það kem­ur dag­ur eft­ir þenn­an dag og þetta verður búið ein­hvern tím­ann, það er bara það eina sem maður get­ur gert,“ seg­ir ákærða æðru­laus og ber presti ís­lensku kirkj­unn­ar í Nor­egi, séra Ingu Harðardótt­ur, vel sög­una en séra Inga heim­sótti Eddu í fang­elsið og ræddi við hana.

Fólk mætti á Hólms­heiði

Fanga­verðina seg­ir Edda frá­bæra og ekk­ert út á starfs­fólk fang­els­is­ins í Skien að setja. „Þetta er allt öðru­vísi en á Íslandi, þar er opið fang­elsi frá átta á morgn­ana til tíu á kvöld­in, hér erum við læst inni mörg­um sinn­um yfir dag­inn og frá hálf­níu á kvöld­in erum við læst­ar inni þar til morg­un­inn eft­ir þannig að þetta virk­ar allt öðru­vísi,“ seg­ir Edda af varðhalds­dvöl­inni.

Upp­lif­irðu stuðning frá fólki í þessu máli?

„Ég fæ mjög góðan stuðning og það er það sem hef­ur al­gjör­lega haldið mér gang­andi í þessu máli, maður­inn minn, lögmaður­inn minn á Íslandi, syst­ir mín, ætt­ingjarn­ir, vin­irn­ir, þau halda mér uppi, ég er með frá­bært fólk á bak við mig og ekki síður alla þessa ókunn­ugu sem eru að senda skila­boð. Fólk stóð á bak við mig, það mætti upp á Hólms­heiði [að fang­els­inu kenndu við heiðina] og mér finnst þetta al­veg geggjað. Stund­um klökkna ég yfir því hvað ég fæ ótrú­lega mik­inn stuðning, þetta ger­ir svo mikið. Ég á frá­bæra vini og fjöl­skyldu og mann,“ svar­ar Edda.

Maður árs­ins?

Hún er spurð hvernig hún upp­lifi al­menn­ings­álit og um­fjöll­un um mál henn­ar.

„Það er lang­mest já­kvætt, ég er nú ein af tíu efstu í manni árs­ins,“ seg­ir Edda og hlær. Vissu­lega fer hún ekki með fleip­ur þar, Vís­ir og Reykja­vík síðdeg­is hafa í ár­legu vali sínu á manni árs­ins fengið inn á sitt borð nægi­lega marg­ar til­nefn­ing­ar til að ná sak­born­ingn­um, sem hér sit­ur und­ir vök­ulu auga tveggja lög­regluþjóna í Héraðsdómi Telemark, inn á lista efstu tíu manna og kvenna til að hljóta nafn­bót­ina maður árs­ins 2023.

Loka­spurn­ing snýr að sam­skipt­um Eddu og barns­föður henn­ar.

„Þau eru eng­in, hann svar­ar mér aldrei, al­veg sama hvað ég sendi hon­um, hvort sem það eru mynd­ir af börn­un­um eða hvað,“ svar­ar ákærða, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir, á gang­in­um fyr­ir utan dómsal níu í Héraðsdómi Telemark í Skien og held­ur svo á brott í fylgd tveggja lög­regluþjóna þar sem tónn­inn hef­ur greini­lega verið sleg­inn, þre­menn­ing­arn­ir hlæja og gera að gamni sínu svo und­ir tek­ur í ranni rétt­ar­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert