Félagið Kringlureitur hefur fyrir hönd Reita undirritað samkomulag við dönsku arkitektastofuna Henning Larsen og THG arkitekta um þróun á fyrsta áfanga Kringlusvæðisins.
Skipulagssvæðið afmarkast af Kringlugötu, Listabraut og Kringlumýrarbraut en lóðarmörk til norðausturs eru hér um bil samsíða Sjóvárhúsinu.
Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlureits, segir gert ráð fyrir rúmlega 400 íbúðum á reitnum. Stefnt sé að því að ljúka vinnu við deiliskipulag fyrir lok árs 2024. Skipulagið sé unnið í náinni samvinnu við Reykjavíkurborg en þegar það liggi fyrir geti uppbygging hafist í kjölfarið.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.