Strætó hækkar fargjöldin á ný

Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka.
Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. mbl.is/Árni Sæberg

Miði í Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu mun kosta full­orðna 630 krón­ur en ekki 570 krón­ur, þar sem ný gjald­skrá tek­ur gildi þann 8. janú­ar næst­kom­andi. Sein­ast hækkuðu far­gjöld í júlí á þessu ári.

Hækk­un­in nem­ur að meðaltali 11% yfir alla far­gjalda­flokka. Sem dæmi má nefna að 30 daga nem­a­kort fer úr 4.500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp-plast­kort­um helst þó óbreytt eða 1.000 kr. Frá þessu grein­ir Strætó bs. í til­kynn­in­ingu.

Ákvörðun varðandi gjald­skrá Strætó er tek­in af stjórn fé­lags­ins og var samþykkt á eig­enda­fundi byggðasam­lags­ins sem hald­inn var 16. októ­ber.

Eftir­köst kór­ónu­veirunn­ar

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að litið hafi verði til rekstr­ar­stöðu Strætó við ákvörðun­ina en að „upp­söfnuð áhrif vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru gæt­ir enn í rekstr­in­um“.

Verðhækk­un­um sé einnig ætlað að mæta al­menn­um kostnaðar­verðshækk­un­um hjá Strætó sem og hærri launa­kostnaði og draga úr þörf á frek­ari hagræðingu í leiðar­kerfi Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu.

Gjald­skrár­breyt­ing­arn­ar taka til þjón­ustu Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu en eng­ar breyt­ing­ar verða á gjald­skrá á lands­byggðinni. Ný gjald­skrá tek­ur gildi mánu­dag­inn 8. janú­ar 2024.

Eins og fyrr seg­ir munu stök gjöld fyr­ir full­orðna vera 670 krón­ur. Far­gjöld verða 315 krón­ur fyr­ir ung­menni og aldraða, 189 kr fyr­ir ör­yrkja. Enn er frítt fyr­ir börn 11 ára og yngri. Næt­ur­strætó mun kosta 1.260 kr. Gjald­skrána alla má finna á vef Strætó bs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert