Annað gos fljótlega haldi landris áfram af sama hraða

Ármann Höskuldsson, prófessor í eld­fjallafræði, ræddi við mbl.is í dag.
Ármann Höskuldsson, prófessor í eld­fjallafræði, ræddi við mbl.is í dag. Samsett mynd

Ármann Hösk­ulds­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir að ef landrisið und­ir Svartsengi haldi áfram með sama hraða þá komi aft­ur gos eft­ir þrjár til fjór­ar vik­ur.

„Ef landrisið held­ur áfram með þess­um hraða þá verður aft­ur gos eft­ir þrjár til fjór­ar vik­ur,“ seg­ir Ármann við mbl.is en mbl.is greindi fyrst fjöl­miðla frá því í gær að kviku­söfn­un sé aft­ur haf­in und­ir Svartsengi.

„Landrisið und­ir Svartsengi var al­gjör­lega viðbúið og þetta er sam­bæri­legt og við feng­um í Kröflu. Mörg ís­lensk eld­fjöll hafa sýnt að um leið og gos er búið þá byrja þau að hlaða sig upp aft­ur. Þegar risið er komið á sama stað og fyr­ir gos þá eru kom­in hættu­merki og stutt verður í gos. Landrisið get­ur líka hætt,“ seg­ir Ármann við mbl.is.

Tel­ur lík­legt að gjósi á svipuðum stað

Ármann seg­ir að ef svo fer að það byrji að gjósa á nýj­an leik þá telji hann lík­legt að það komi upp á svipuðum stað en gosið, sem hófst við Sund­hnúkagíga á mánu­dags­kvöld, er að öll­um lík­ind­um lokið. Ármann seg­ist ekki vera í nein­um vafa um að gos­inu sé lokið.

Í spjalli sem und­ir­ritaður tók við Ármann fyr­ir rúm­um mánuði var hann hundrað pró­sent sann­færður um að það yrði gos.

„Við erum kom­in í þetta ferli og ég held að menn þurfi ekk­ert að vera of stressaðir. Auðvitað er þetta óþægi­legt fyr­ir Grind­vík­inga en það virðist vera sama regla á þessu og í Kröflu. Menn getað slakað á þegar gosið er hafið og þegar því lýk­ur þá geta menn verið ró­leg­ir í ein­hverj­ar vik­ur, mánuði eða jafn­vel ár þar til næsta gos kem­ur.

Þetta gos var sprungugos en gosið í Fagra­dals­fjalli var al­gjör­lega óeðli­legt. Það var gos sem við höf­um ekki séð áður, á öðru­vísi svæði og ekki á þversprungnu gliðnun­ar­svæði. Núna erum við kom­in í þessa dæmi­gerðu ís­lensku elds­stöðvar á langri sprungu þar sem kvik­an rík­ur upp,“ seg­ir Ármann enn­frem­ur.

Ármann seg­ir að gosið við Sund­hnúkagíga hafi ekki verið stórt en kröft­ugt. Hann seg­ir að at­b­urðarrás­in hafi ekki komið á óvart en gosið hófst með lát­um en lognaðist fljótt útaf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert