Breytingar á nýju hættumatskorti

Horft yfir gosstöðvarnar 19. desember.
Horft yfir gosstöðvarnar 19. desember. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort.

Við gerð kortsins var miðað við að slokknað hefur í öllum gígum og engin virkni er mælanleg við gosstöðvarnar sem mynduðust á mánudagskvöld.

Hættumatskortið tók gildi klukkan 16 í dag og gildir til 29. desember klukkan 18.

Breytingin felst í að svæði 2 og 3 hefur verið fært af mjög mikilli hættu í mikla hættu (rautt). Önnur svæði haldast eins.

Vakin er athygli á því að hættumat fyrir Grindavík er óbreytt frá fyrra hættumatskorti og þar er enn talin töluverð hætta á ferð.

Hættumatskort Veðurstofunnar gildir frá kl. 16 föstudaginn 22. desember og …
Hættumatskort Veðurstofunnar gildir frá kl. 16 föstudaginn 22. desember og að óbreyttu til kl. 18 þann 29. desember.

Aðstæður geta breyst hratt

Veðurstofan bendir á að aðstæður geti breyst hratt og veðuraðstæður hverju sinni geti haft veruleg áhrif á næmni jarðskjálfta- og GPS-kerfa Veðurstofunnar. Við þær aðstæður geti viðbragðstími lengst töluvert.

Veðurspá fyrir Gríndavík á morgun, Þorláksmessu, er norðaustan 10-15 m/s, snjókoma með köflum og mögulega skafrenningur. Frost verður 3 til 5 stig. Á aðfangadag er norðan 13-18 m/s og stöku él, en 10-15 m/s síðdegis og líkur á éljum minnka. Áfram má búast við skafrenningi öðru hvoru. Frost 0 til 2 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert