Freyja kölluð út til Vestfjarða fyrir helgina

Varðskipið Freyja við höfn á Siglufirði.
Varðskipið Freyja við höfn á Siglufirði. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Áhöfn Freyju, varðskips Land­helg­is­gæsl­unn­ar, hef­ur verið kölluð út að beiðni lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum vegna slæmr­ar veður­spár og hugs­an­legr­ar snjóflóðahættu um helg­ina.

Frá þessu grein­ir Land­helg­is­gæsl­an í til­kynn­ingu en Veður­stofa Íslands hef­ur gefið út gul­ar viðvar­an­ir á vest­ur­hluta lands­ins. Veður­spá helgar­inn­ar er ekki góð og hætta á að færð spill­ist og snjóflóðahætta mynd­ist á Vest­fjörðum.

Gert er ráð fyr­ir að Freyja haldi úr höfn á Sigluf­irði um miðnætti og verði kom­in vest­ur á firði í fyrra­málið. 

Átján manna áhöfn skips­ins, sem var á bakvakt, brást skjótt við kall­inu og hóf þegar und­ir­bún­ing fyr­ir brott­för. Miðað við veður­spá eru all­ar lík­ur á að skipið verði til taks á Vest­fjörðum fram yfir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert