Lögreglan fann nokkur tonn af kopar

Horft yfir Árbæ. Mynd úr safni.
Horft yfir Árbæ. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um nokkur tonn af kopar í Árbænum í dag. Talið er líklegt að um þýfi sé að ræða. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Lyftara og olíu einnig stolið

Í dagbók lögreglu er einnig greint frá því að lögregla hafi sinnt þó nokkrum útköllum í Hafnarfirði í dag sem öll snéru að þjófnaði. 

Þá barst tilkynning um lyftara sem stolið var frá fyrirtæki í póstnúmeri 221 en lögregla sinnti öðru útkalli í sama hverfi í dag í kjölfar þess að tilkynning barst um þjófnað á olíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert