Appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum

Vindaspá klukkan 9 í fyrramálið, aðfangadag.
Vindaspá klukkan 9 í fyrramálið, aðfangadag. Kort/mbl.is

Appelsínugul viðvörun tekur í gildi á Vestfjörðum klukkan 5 í fyrramálið og gildir til klukkan 10. 

Á vef Veðurstofunnar segir að um verði að ræða norðan storm með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s. 

Mik­il hætta er tal­in á að snjóflóð falli og er varðskipið Freyja því á leið til Ísafjarðar.

Einnig er spáð talsverðri eða mikilli snjókomu og éljagangi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 

Þá segir að víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.

Vegagerðin mun líklega ekki sinna snjómokstri á svæðinu meðan veðrið gengur yfir. 

Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert