Blint á fjallvegum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Í dag má búast við hvassri austanátt með snjókomu við Reynisfjall, og líklega blint víðar á fjallvegum á vestur helmingi landis síðdegis, t.d. á Hellisheiði, í ofankomu og skafrenningi. 

Þetta kemur fram í ábendingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar en gul viðvörun tók í gildi klukkan 9 í morgun á Suðurlandi. 

Bent er á að norðan stórhríð verði á Vestfjörðum í nótt og erfið akstursskilyrði víðar norðvestantil í fyrramálið, t.d. á Bröttubrekku, Holtavörðu- og Öxnadalsheiði, en í nótt taka í gildi gul­ar viðvar­an­ir vegna hríðar á Faxa­flóa, Breiðafirði, Vest­fjörðum, Strönd­um og Norður­landi vestra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert