Stefán E. Stefánsson
Þorvaldur Þórðarson, einn helsti eldfjallafræðingur landsins, segir það róandi að horfa á eldgos í ham. Það sé eins og að horfa á arineldinn heima hjá sér.
Þetta segir hann í viðtali í Spursmálum þegar hann er spurður út í hvort það hafi sefandi áhrif á samfélagið þegar eldsumbrot verða.
Umræðan spannst m.a. í kringum kjarasamninga og verðbólgu en ekkert hefur frést til flugumferðarstjóra, sem stóðu í harðvítugri kjaradeilu við Isavia þegar eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni hófst á mánudaginn síðasta. Frestuðu flugumferðarstjórar verkfalli og á sama tíma berast þau tíðindi úr innsta hring ASÍ að þar sé stefnt að hóflegum kjarasamningum sem stuðli að lækkandi verðbólgu og lægra vaxastigi.
Þorvaldur lýsti því yfir í þættinum að hann teldi rétt að Grindvíkingar fengju að halda heim fyrir jólin. Þessi yfirlýsing hans kom aðeins nokkrum klukkustundum áður en Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsti einmitt yfir að fólk mætti snúa heim í Grindavík.
Ásamt Þorvaldi í þættinum var Svanhildur Hólm Valsdóttir sem mun taka við embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum í ágúst næstkomandi.
Síðar í þættinum mættu svo til leiks þeir Gunnar Smári Egilsson, talsmaður Sósíalistaflokks Íslands og Sigmar Vilhjálmsson, formaður Atvinnufjelagsins.
Þáttinn má í í heild sinni sjá og heyra hér: