FÁSES skorar á Rúv að sniðganga Eurovision

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) vill að Rúv …
Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) vill að Rúv sniðgangi keppnina, verði Ísrael með. Samsett mynd

Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva (FÁSES) hefur snúist hugur og skorar á Rúv að senda ekki fulltrúa í Eurovision 2024 nema Ísrael taki ekki þátt í keppninni.

Greint var frá því fyrr í mánuðinum að FÁSES kvaðst ekki taka afstöðu til hugsanlegrar sniðgöngu á Eurovision-keppni næsta árs.

Þá var einnig bent á að formaður félagsins hafi sagt félagið taka afstöðu gegn þáttöku Rússa í Eurovision í fyrra. Nú virðist stjórnarmönnum félagsins hafa snúist hugur.

Lag Ísraela, Toy, hlaut vinninginn í Eurovision árið 2018. Flytjandi …
Lag Ísraela, Toy, hlaut vinninginn í Eurovision árið 2018. Flytjandi lagsins var ísraelska söngkonan Netta. AFP

Fordæma „öll ofbeldisverk og brot á mannréttindum“

Tíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að neita að taka þátt í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni.

„FÁSES, Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fordæmir öll ofbeldisverk og brot á mannréttindum. Ógerlegt er að hafa gildi Eurovision um alþjóðleg samskipti, skilning og sameiningu fólks í hávegum undir þessum kringumstæðum. FÁSES skorar því á RÚV að senda hvorki sigurvegara Söngvakeppninnar né annan fulltrúa til þátttöku í Eurovision 2024 nema Ísrael taki ekki þátt í keppninni,” segir í ályktun sem birt á vef félagsins í dag, Þorláksmessu.

Í FÁSES eru 530 félagar og tóku 238 þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni sem er 45% svarhlutfall. Alls studdu 169 félagar ályktunina, 55 voru á móti og 14 sátu hjá.

Útvarpsstjóra var á dögunum afhentur undirskriftalisti með hátt í 9500 …
Útvarpsstjóra var á dögunum afhentur undirskriftalisti með hátt í 9500 undirskriftum frá fólki sem fer fram á að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vísað úr Eurovision vegna stríðs við Palestínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þjóðin vill Ísrael úr leik

Mik­ill meiri­hluti þjóðar­inn­ar, eða 76%, eru sam­mála því að úti­loka eigi Ísra­el frá þátt­töku í Eurovisi­on. Þetta eru niður­stöður könn­un­ar sem Pró­sent fram­kvæmdi 14. til 21. des­em­ber. 

mbl.is greindi einnig frá því fyrr í dag að Izh­ar Cohen, sem vann Eurovisi­on árið 1978 fyrst­ur Ísra­els­manna, hefði sakaði ís­lensku þjóðina um gyðinga­hat­ur í sjón­varpsþætti á Stöð 13 í heimalandi sínu.

Útvarpstjóri segist skilja mótmælendur

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri hefur sagst skilja af­stöðu þeirra sem krefj­ist þess að Ísland beiti sér fyr­ir því að Ísra­el verði vísað úr Eurovisi­on mæta­vel.

Sagði hann í samtali við mbl.is á dögunum horfa þyrfti til ým­issa sjón­ar­miða þegar komi að því að taka ákvörðun um hvort og hvernig sé hægt að bregðast við kröf­um sem varði þátt­töku Íslands í keppn­inni.

20 þúsund manns hafa verið drepnir í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, að sögn Hamas-hryðjuverkasamtakanna. Stríðið hefur nú geisað í rúmlega tvo mánuði en það hófst með árás Hamas-vígamanna þann 7. október, þar sem 1.139 manns voru drepnir. Stjórnvöld beggja vegna víglínunnar segja meginþorra látinna vera óbreytta borgara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert