Freyja verði komin til Ísafjarðar um hádegisbil

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Freyja lagði frá bryggju á Siglufirði klukkan 00:45 í nótt og gert er ráð fyrir að skipið verði komið til Ísafjarðar um hádegisbil þar sem það verður til taks.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en Freyja verður á Vest­fjörðum vegna slæmr­ar veður­spár og hugs­an­legr­ar snjóflóðahættu um helg­ina.

Á morgun, aðfangadag, verða í gildi gul­ar viðvar­an­ir vegna hríðar á Faxa­flóa, Breiðafirði, Vest­fjörðum, Strönd­um og Norður­landi vestra.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka