Varðskipið Freyja lagði frá bryggju á Siglufirði klukkan 00:45 í nótt og gert er ráð fyrir að skipið verði komið til Ísafjarðar um hádegisbil þar sem það verður til taks.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en Freyja verður á Vestfjörðum vegna slæmrar veðurspár og hugsanlegrar snjóflóðahættu um helgina.
Á morgun, aðfangadag, verða í gildi gular viðvaranir vegna hríðar á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.