Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nokkuð rólegt í dag en þó hafa nokkrir misstígið sig, það sem er af degi við akstur á ökutæki undir áhrifum. Fjórir voru handteknir í dag fyrir að aka ökutæki undir áhrifum fíkniefna. Tveir í Garðabæ og Hafnarfirði en hinir tveir austurbæ Reykjavíkur.
Þá varð einn árekstur síðdegis á gatnamótum Reykjanesbraut/Bústaðavegar. Minniháttar meiðsli á fólki en talvert eignatjón. Enginn grunur um áfengis eða vímuefnaneyslu að sögn lögreglu.
„Því miður, þá gistir einn fangageymslu þegar þetta er ritað en sá aðili neitaði af gefa upp persónuupplýsingar sínar sem honum er skylt að gera. Þrátt fyrir miklar tilraunir lögreglumanna um að tala fyrir manninum um að gefa upp upplýsingar um sig þá bar það ekki árangur. Hann mun því eyða kvöldinu við aðstæður sem lögreglumenn vildu ekki enda okkur verulega kært að allir séu í faðmi sinna nánustu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.