Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi

Áfram er spáð talsverðri snjókomu í dag, aðfangadag, og jóladag.
Áfram er spáð talsverðri snjókomu í dag, aðfangadag, og jóladag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Í gær var lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðan­verðum Vest­fjörðum.

Í færslu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar segir að snjóflóð féll í Strengsgili ofan Siglufjarðar í nótt sem rann meðfram leiðigarðinum Stóra-Bola og yfir veg. Einnig féllu tvö snjóflóð yfir Siglufjarðarveg í gærkvöldi.

„Talsvert hefur snjóað og skafið á Tröllaskaga í nótt, sérstaklega á utanverðum og vestanverðum skaganum. Áfram er spáð talsverðri snjókomu í dag, aðfangadag, og jóladag. Ástæða er til þess fyrir ferðafólk og vegfarendur að fara með gát þar sem snjóflóð geta fallið,“ segir í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert