Heimilisfólk á staðnum er skotum var hleypt af

Heimilisfólk var á staðnum en enginn slasaðist.
Heimilisfólk var á staðnum en enginn slasaðist. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla hefur nú til rannsóknar mál frá því í gærkvöldi þar sem tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Fram kemur að heimilisfólk hafi verið á staðnum en að enginn hafi særst.

Eins og mbl.is greindi fyrst frá var fimm skotum hleypt af í íbúð í Álf­holti í Hafnar­f­irði, samkvæmt heimildum mbl.is.

Lögregla vopnaðist og var með mikinn viðbúnað. Þá staðfestir samskiptastjóri ríkislögreglustjóra við mbl.is að sérsveitin hafi verið kölluð til.

Rannsókn málsins er í fullum gangi en lögregla kveðst ekki ætla að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta við mbl.is hvort mennirnir séu í haldi lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert