Hlíðarfjall var vel sótt af gestum á öllum aldri í dag. Vel viðraði til útivistar hvort sem beitt var skíðum, snjóbrettum, sleðum eða snjóþotum.
Þorgeir Baldursson, ljósmyndari mbl.is, náði nokkrum ljósmyndum frá fjallinu í dag. Telur hann að um 300-400 manns hafi verið þar með honum.