Hámarkshraði verður lækkaður

Þessum skiltum fækkar umtalsvert í borginni á næsta ári.
Þessum skiltum fækkar umtalsvert í borginni á næsta ári. mbl.is/Unnur Karen

Fljótlega á nýju ári verður hafist handa við að lækka hámarkshraða á fjölda gatna í Reykjavík. Borgaryfirvöld samþykktu árið 2022 að gera þessar breytingar en framkvæmdin hefur tafist.

Hinn 28. nóvember síðastliðinn voru opnuð tilboð í útboði umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, „Hámarkshraðabreytingar 2023“. Níu tilboð bárust og var það lægsta frá Malbikstöðinni ehf., 32,2 milljónir króna. Var það 46% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 70 milljónir króna. Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum þann 7. desember 2023 að ganga að tilboði Malbikstöðvarinnar ehf.

Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá Reykjavíkurborg að verið væri að leggja lokahönd á samningagerð, upphafsfundur framkvæmda verður í kjölfarið og þar á eftir verður hægt að hefja framkvæmdir. Að öllum líkindum munu framkvæmdir því hefjast upp úr áramótum. Verklok eru áætluð 1. apríl 2024. Ekki var skilgreind forgangsröðun í útboðinu en verkáætlun verður rædd á upphafsfundi og verkfundum, upplýsir borgin.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu 23. des­em­ber.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert