Hámarkshraði verður lækkaður

Þessum skiltum fækkar umtalsvert í borginni á næsta ári.
Þessum skiltum fækkar umtalsvert í borginni á næsta ári. mbl.is/Unnur Karen

Fljót­lega á nýju ári verður haf­ist handa við að lækka há­marks­hraða á fjölda gatna í Reykja­vík. Borg­ar­yf­ir­völd samþykktu árið 2022 að gera þess­ar breyt­ing­ar en fram­kvæmd­in hef­ur taf­ist.

Hinn 28. nóv­em­ber síðastliðinn voru opnuð til­boð í útboði um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, „Há­marks­hraðabreyt­ing­ar 2023“. Níu til­boð bár­ust og var það lægsta frá Mal­bik­stöðinni ehf., 32,2 millj­ón­ir króna. Var það 46% af kostnaðaráætl­un, sem hljóðaði upp á 70 millj­ón­ir króna. Inn­kaupa- og fram­kvæmdaráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti á fundi sín­um þann 7. des­em­ber 2023 að ganga að til­boði Mal­bik­stöðvar­inn­ar ehf.

Morg­un­blaðið fékk þær upp­lýs­ing­ar hjá Reykja­vík­ur­borg að verið væri að leggja loka­hönd á samn­inga­gerð, upp­hafs­fund­ur fram­kvæmda verður í kjöl­farið og þar á eft­ir verður hægt að hefja fram­kvæmd­ir. Að öll­um lík­ind­um munu fram­kvæmd­ir því hefjast upp úr ára­mót­um. Verklok eru áætluð 1. apríl 2024. Ekki var skil­greind for­gangs­röðun í útboðinu en ver­káætl­un verður rædd á upp­hafs­fundi og verk­fund­um, upp­lýs­ir borg­in.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu 23. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert